Næst þarf að virkja SIM kortið
Til að geta haldið áfram þá þarf að virkja SIM kortið í staðsetningartækinu, vinsamlegast settu inn bæði IMEI og SIM(ICCID) númerin inn hér til hliðar ásamt netfangi. Þessi númer eru utan á boxinu þínu. Ekki gleyma svo að ýta á „Submit“.
Vinsamlegast hafið í huga að það getur tekið allt að 8 tíma að virkja kortið.
Stofnaðu nýjan aðgang í appinu og staðfestu netfangið þitt
Hér þarf að setja inn allar upplýsingar og ýta svo á „Get“ þá kemur kóði í tölvupósti sem þarf að setja inn í stað „Verification code“.
Hlaðið tækið og kveikið svo á því
Vinsamlegast hlaðið tækið í amk eina klukkustund með USB snúrunni sem fylgir með. Til að kveikja á tækinu þá þarf að halda takkanum í miðju tækinu inni í 1 sekúndu. Hægt er að slökkva á tækinu með því að halda takkanum inni í 10 sekúndur.
Staðfesta þarf að það sé SIM kort í tækinu
Staðsetningartækið kemur með SIM korti sem er tilbúið til notkunar. Hér þarf að velja „I already put a sim card“.
Kortið endist í 5 ár og þá er hægt að endurnýja það rafrænt með því að hafa samband við okkur.
Næst þarf að setja inn IMEI númerið á staðsetningartækinu
Næst þarf APN og ICCID númer fyrir SIM kortið
Tækið kemur með SIM korti en það þarf að vita númerið (ICCID) á kortinu og svo APN upplýsingar. Appið spyr hvort það megi fá að tengjast tækinu í gegnum Bluetooth og verður að svara þar já.
APN á að vera: <sjá límmiða utan á boxinu>
Username: <ekkert>
Password: <ekkert>
ICCID: Þetta númer er utan á boxinu þínu.