Home » Leiðbeiningar

Til hamingju með nýja hunda staðsetningartækið!

Hér eru einfaldar leiðbeiningar hvernig á að virkja tækið. Fyrsta skrefið er að sækja app og stofna nýjan aðgang. Hér til hliðar eru tenglar fyrir bæði iOS og Android útgáfur.

Næst þarf að virkja SIM kortið

Til að geta haldið áfram þá þarf að virkja SIM kortið í staðsetningartækinu, vinsamlegast settu inn bæði IMEI og SIM(ICCID) númerin inn hér til hliðar ásamt netfangi. Þessi númer eru utan á boxinu þínu. Ekki gleyma svo að ýta á „Submit“.

Vinsamlegast hafið í huga að það getur tekið allt að 8 tíma að virkja kortið.

Stofnaðu nýjan aðgang í appinu og staðfestu netfangið þitt

Hér þarf að setja inn allar upplýsingar og ýta svo á „Get“ þá kemur kóði í tölvupósti sem þarf að setja inn í stað „Verification code“.

Hunda gps tracker dog tracker staðsetningartæki
Hunda gps tracker dog tracker staðsetningartæki

Hlaðið tækið og kveikið svo á því

Vinsamlegast hlaðið tækið í amk eina klukkustund með USB snúrunni sem fylgir með. Til að kveikja á tækinu þá þarf að halda takkanum í miðju tækinu inni í 1 sekúndu. Hægt er að slökkva á tækinu með því að halda takkanum inni í 10 sekúndur.

Staðfesta þarf að það sé SIM kort í tækinu

Staðsetningartækið kemur með SIM korti sem er tilbúið til notkunar. Hér þarf að velja „I already put a sim card“.

Kortið endist í 5 ár og þá er hægt að endurnýja það rafrænt með því að hafa samband við okkur.

Hunda tracker 4g gps

Næst þarf að setja inn IMEI númerið á staðsetningartækinu

Hunda gps tracker dog tracker staðsetningartæki
Hunda gps tracker dog tracker staðsetningartæki

Næst þarf APN og ICCID númer fyrir SIM kortið

Tækið kemur með SIM korti en það þarf að vita númerið (ICCID) á kortinu og svo APN upplýsingar. Appið spyr hvort það megi fá að tengjast tækinu í gegnum Bluetooth og verður að svara þar já.

APN á að vera: <sjá límmiða utan á boxinu>

Username: <ekkert>

Password: <ekkert>

ICCID: Þetta númer er utan á boxinu þínu.

Hunda gps tracker dog tracker staðsetningartæki

Vinsamlegast hafið samband við info @ seavis.is til að fá nánari upplýsingar og aðstoð.