Home » Eagle Eye Networks á Íslandi

Eagle Eye Networks á Íslandi

Eagle Eye Cloud
Video Management System

Eagle Eye Networks eru leiðandi í skýjalausnum fyrir myndavélakerfi. Með því að skipta um gamla upptökutækið þitt breytir þú gamla kerfinu þínu í fullkomið eftirlitskerfi. Kerfið styður allar tegundir og framleiðendur af myndavélum, bæði IP og Analog en við bjóðum einnig upp á vandaðan búnað framleiddum af Eagle Eye.

Eagle Eye Networks Ísland

Með Eagle Eye Networks getur þú líka breytt gamla myndavélakerfinu þínu í öflugt greiningatæki (AI) og fært kerfið í öfluga og hraðvirka skýjalausn. Allar myndavélar í þínu kerfi geta skynjað hreyfingu, line crossing, talið fólk og séð númeraplötur vegna þess að greiningin fer fram í okkar búnaði. Þú stjórnar kerfinu úr síma, spjaldtölvu eða úr tölvu. Mjög einfalt að stofna notendur, stilla réttindi og ákveða hver fær að sjá myndefni úr hvaða vélum. Einfalt að senda myndefni til t.d. lögreglu beint úr skýinu, þú velur myndbútinn og kerfið sendir viðkomandi link á videoið í skýinu. Hentar öllum fyrirtækjum og sérstaklega húsfélögum. Kerfið hentar mjög vel þeim sem eru með starfsemi í mörgum byggingum eða á mörgum stöðum á landinu.

Bridge eða CMVR

Til að tengjast skýjalausninni þarf annað hvort s.k. brú (e. bridge) eða CMVR tæki sem sér um að tengjast við skýjalausnina.

Bridge

Bridge eða brú er tæki sem við notum til að tengjast EEN skýinu. Tækið sendir allt myndefni frá myndavélunum beint í skýið. Brúin er með 24-48 tíma buffer ef netsamband dettur niður.

Ekkert hreyfanlegt í tækinu.
Styður frá 20 til 50 myndavélar, fer eftir hvaða tegund er valin.
Tengist staðarneti og router.

Hægt að fá brú sem styður bæði IP og Analog myndavélar.

 

Eagle Eye Networks Seavis bridge brú

CMVR

Cloud Management Video Recorder eða CMVR er tæki sem við notum til að senda allt myndefni yfir í skýið eða geymum á disk í tækinu, eins og hefðbundið upptökutæki (NVR).

Styður frá 6-165 myndavélar eftir tegund.

Kemur með HDD frá 2TB til 120TB.

Í boði er týpa sem styður bæði IP og Analog myndavélar.

Eagle Eye Networks CMVR

Í boði eru lítil og nett tæki fyrir smærri verkefni og svo enterprise tæki fyrir stærri verkefni. Sjá nánar pdf skjöl fyrir neðan.

Eagle Eye Switches

Eagle Eye Networks bjóða upp á sérstaka managed POE netskipta/switches sem gera þér kleift að endurræsa myndavélarnar í gegnum veflausnina.

Eagle Eye Netorks 24 port gigabit PoE+ switch
Myndavélakerfi seavis eagle eye networks cloud

Eagle Eye Smart Video Search

 

Með Smart video search er hægt að leita að myndefni með því að slá inn leitarorð, t.d. blue car, person with backpack, toyota eða bílnúmer o.s.frv. Leitin virkar eins og þú leitar á netinu með t.d. google leitarvélinni. Þú notar sama vélbúnaðinn, sömu gömlu myndavélarnar, eina sem þarf er tenging við skýjaþjónustu Eagle Eye Networks.

Myndgreining og tölfræði

Myndgreining eins og skynjun á hreyfingu, bílnúmeri, line crossing, talning o.fl. fer fram í skýjalausninni en ekki í myndavélinni. Þú getur því t.d. lesið bílnúmer í gömlu myndavélinni þinni sem hefur ekki myndgreiningu. 

Það sem er í boði:

  • Line crossing
  • Intrusion detection
  • Object counting
  • Loitering
  • Camera tampering
  • License plate recognition
  • Counting
Eagle Eye Networks line crossing seavis
Eagle Eye Networks intrusion detection seavis
Eagle Eye Networks object counting seavis
Eagle Eye Networks loitering seavis

Innbrotavörn

Hægt er að nota myndavélina sem innbrotavörn og láta hana senda boð ef einhver kemur inn á svæði á skilgreindum tíma. Skilaboð koma í tölvupóst og sem push notification í síma.

Samskiptalausn, „talk down“, live remote audio.

Með „talk down“ er hægt að hafa tala í gegnum myndavélakerfið beint í gegnum appið. Eina sem þarf er IP tengdur hátalari sem virkar með Eagle Eye búnaðinum.

Þú getur varað við hættu, sagt almenna tilkynningu eða hrætt óboðna gesti í burtu.

eagle eye networks display station cloud surveillance

Local Display Station.

Það er auðvelt að setja upp stóran skjá með mynd úr kerfinu. Eagle Eye býður upp á „display station“ sem tengist skýinu og þú velur hvaða myndavélar (layout) sjást á skjánum.

DS200 styður 1x4k eða 2x 1080p frá allt að 64 myndavélum (hámark 16 í einu).

Display station sækir myndefnið beint frá vélunum til að myndefni verði án seinkunar (low latency).

Nánari upplýsingar: DS200 pdf

 

Ertu með verkefni í huga?


















 

Hafðu samband til að fá tilboð í búnað og uppsetningu.

info@seavis.is